Veiði á Norðurlöndum

Í ESB löndum utan Norðurlanda búa að meðaltali næstum 10 sinnum fleira fólk  á

Ferkílómetra en á Norðurlöndum. Það gefur okkur Norðurlandabúum forsendur fyrir veiði. Um 1 milljón

Norðurlandabúa stunda skotveiðar árlega. Allir óháð þjóðfélagslegri stöðu hefa möguleika til að veiða og hlutfall kvenna eykst stöðugt

 

Á Norðurlöndum er skotveiði starfsemi sem oftast er stunduð í hóp eða veiðifélögum og nýtur mikilla vinsælda.

Skotveiðar  skapa atvinnutækifæri og möguleika á innihaldríkum frítíma úti á landsbyggðinni.

Veiðin gefur einnig borgarbúum tækifæri til að halda tengslum við uppruna sinn eða að fá ný tengsl utan þéttbýlis.

Villibráð er þar fyrir utan hollt og umhverfisvænt.

 

Aðgengi að villibráð hefur aukist og er sífellt algengara í veitingahúsum og verslunum þar sem eftirspurn eykst..

Það eru einnig margar aðrar ástæður fyrir hvers vegna fólk á Norðurlöndum stundar veiðar.

Náttúruupplifun, hundaþjálfun, félagsskapur, spenna og að maður er liður í sjálfbærum ferli eru nokkrar af þeim ástæðum sem fólk gefur upp.

Einnig má nefna líkamsrækt og hugrækt, það að maður hefur meira að segja um mataræði sitt svo og andleg gildi og þjálfun