Sjálfbær not

Veiðin á norðurlöndum er á forsendum náttúrunnar.

Sjálfbærni til lengri tíma litið er eðlileg forsenda veiða.

Veiðin byggist á nákvæmu mati af því hvað stofnarnir þola, hugsanlegar skemmdir á eignum vegna dýranna og fæðuaðgengi.

Þegar kemur að stærri veiðidýrum er veiðimönnum oftast úthlutaður ákveðinn kvóti sem fella má þar sem tekið er tillit til kyns og aldur fyrirfram.

Á þennan máta er tollun stofnanna stýrt og heilbrigð nýting tryggð.

Veiðimenn leggja mikið af mörkun við að vernda náttúruna og tryggja heilbrigða veiði.

Veiðimenn eru þeir sem einna mest eru útí náttúrunni ásamt því að almennt hafa mikla þekkingu á dýrum og náttúrunni.

Veiðimenn taka þátt í talningu og stofnmati til að tryggja að við stundum ekki ofveiði.

Skýrslugjöf veiðimanna um fellda bráð er mikilvæg til að áætlanir  um stofnstærðir séu réttar.

Gott samstarf yfirvalda, vísindamana og veiðimanna tryggir upplýsingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um veiði, veiðiaðferðir og veiðitíma.

Í krafti aðgerða til náttúruverndar og vinnu sem miðar að fjölbreytileika tegunda er tækifæri til  samstarfs veiðimanna og ýmissa náttúruverndarsamtaka á Norðurlöndum.