Þjálfun og menntun veiðimanna

Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem vilja stunda veiðar.

Allir sem vilja verða veiðimenn á Norðurlöndum verða að undirgangast þjálfun sem líkur með prófi.  

Í sænska veiðiprófinu eru verkleg próf bæði hvað varðar riffla og haglabyssur.

Veiðiklúbbarnir eru einnig með árleg skotpróf fyrir félaga sína þegar veiða á til dæmis elg, björn, hjört og villisvín.

Markmiðið er að allir sem veiða haldi í heiðri gildi siðrænna veiða og tileinki sér mikla kunnáttu sem tryggir hraða aflífun bráðarinnar.

Óþarfa þjáningu veiðidýra ber ávallt að forðast og því leggjum við mikið uppúr skotþjálfun og kunnáttu um bráðina.